Eru mannréttindi bara fyrir suma

Ég er nú hræddur um það að það sé verið að brjóta á mannréttindum á fólki með því að takmarka ferðafrelsi fólks. Lög á Íslandi og annarstaðar gilda líka fyrir vont og ljótt fólk. Hvar komum við þá næst niður. Eigum við að banna komu fótboltaliða og stuðningsmanna ef einhver úr stuðningmannaliðinu hefur brotið lög í sínu heimalandi. Er þá ekki rétt að Evrópuþjóðinar sem Landsbankinn setti í vandræði með Ice save reikningum banni komur Íslendinga.

Hitt er annað mál að ef það eru einstaklingar sem sannarlega með glæpum sínum sem eru búnir að hljóta dóma fyrir og eru sannarlega hættulegir samfélagi okkar, þá er í lagi að banna þá ef lög leyfa.

Mannréttindi eru hlutur sem ekki má misnota á nokkurn máta, og ferðafrelsi fólks er hluti af grunnréttindum.

Kárinn


mbl.is Komið í veg fyrir komu hættulegs hóps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

52. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002:

52. gr. Sérákvæði vegna öryggis ríkisins o.fl.
Meina má útlendingi landgöngu og synja um útgáfu dvalarleyfis og búsetuleyfis eða setja takmarkanir eða skilyrði ef nauðsynlegt þykir vegna utanríkisstefnu ríkisins, öryggis ríkisins eða mikilvægra þjóðarhagsmuna.

AE (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:23

2 identicon

Hahah.. right back at ya

HAhah (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:30

3 identicon

Kárinn,  hugsaðu aðeins! Bróðurparturinn af þessum lýð hefur fengið dóma fyrir afbrot frá líkamsárásum , morðum ,vopnasölu, eiturlyfjasmygli og sölu. Þetta eru hórmangarar. Þeir ógna heilum bæjarfélögum og þá sérstaklega smáfyrirtækjum og heimta af þeim fjármagn, annars fer illa fyrir viðkomandi t.d. er fyrirtækið brennt niður og eða viðkomandi fær ævarandi skaða vegna misþyrmingar.

Þú hefur gleymt að kynna þér hátterni þessara glæpamanna.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:39

4 identicon

Svona umræða um mannréttindi og persónuvernd er bara bull.  Eigum við ekki bara að standa vörð um "mannréttindi" og leyfa barnaníðingum að vinna á leikskólum?  Sumt er bara of augljóst til að þurfa að ræða.  Það þarf varla að koma mönnum á óvart ef þeir eru meðlimir í yfirlýstum glæpasamtökum að þeir fái ekki leyfi til að koma hingað!

Freyr (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:43

5 identicon

Vítisenglar virða engin mannréttindi, því ættu þeir þá að geta falið sig á bak við þau ?

jtm (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:44

6 identicon

V. Jóhannsson, Þú átt nú við Ítölsku mafiuna. Hells Angels eru fyrst og fremst mótorhjóla samtök sem nokkur slæm epli eru í. Vissulega hafa einhverjir þessara manna verið staðnir að ólöglegum verknaði en þá er ekki rétta leiðin að banna þá alla. Eigum við að loka okkar landamærum fyrir Pólverjum og Litháum vegna þess að einhverjir þeirra hafa verið að selja ólögleg vímuefni á Íslandsmarkaði?

Þórhallur Valur Birgisson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:53

7 identicon

Nú eru þetta bara svona saklaus samtök í ætt við Sniglana... óhhh ég skil, þannig að þessir 700 manns sem eru undir vopnum í Danmörku að undirbúa sig fyrir átök við innflytjendur(sem eru samkeppnisaðilar í eiturlyfjabransanum o.fl. miður skemmtilegu) eru bara eins og Sniglarnir sem sjá stundum um gæslu á útihátíðum og tónleikum...  kjáni get ég verið!

karl (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:05

8 identicon

Þessi "nokkur slæm epli" ræða sannfærir mig ekki á nokkurn hátt. Til að svara spurningunni hvort mannréttindi séu bara fyrir suma - það er algjörlega þannig og svoleiðis á það að vera. Annars ágætis umræða og gott að fá álit manna á þessu.

Jón Flón (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:19

9 identicon

Núna finnst mér að margir/mörg ykkar ættuð að skoða þetta mál betur.

Meðlimir Hells Angels í heiminum skipta þúsundum, í öllum hópum samfélagsins eru glæpamenn og fólk sem að fer ekki eftir lögum, þannig  er þetta og mun alltaf vera.

Þið segið það að Hells Angels séu glæpaklíka og geri bara slæma hluti, þið ættuð að kynna ykkur þeirra mál aðeins betur, ég er ekki að segja að ég sé með þetta á 100% hreinu en ég hef oft talað við meðlimi þarna og þetta eru fínustu menn. Það að banna þeim landgöngu hérna á íslandi afþví að þeir eru í hóp þúsunda meðlima og nokkrir þar hafa brotið lög er ekkert annað en asnalegt.

Hvernig væri frekar að banna þessum pólverjum, litháenum og portugölum að koma hingað eftir að þeir hafa verið dæmdir í sínu landi ? Það hefur oft verið notuð léleg afsökun að Hells Angels sé að koma hingað til að skoða grundvöll fyrir eiturlyfjaframleiðslu og sölu. Haldiði að það muni ekkert gerast bara afþví að 5 gaurar komust ekki til Íslands?

Þeir eru að koma til Íslands til að skoða nýtt klúbbhús hjá félugum sínum.

Mér persónulega finnst bara fáranlegt að neita þessu fólki inngöngu í landið, því þetta er jú fólk eins og við öll.

Jói (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:34

10 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef farið yfir glæpi samtakana á heimasíðu minni. Menn ættu að fagna framgangi lögreglunnar gegn þessum glæpamönnum. Það á ekkert skylt við ferðafrelsi að leyfa slíkum mönnum að koma hingað til lands er stofna lífi saklausra borgara í hættu.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 15:56

11 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Það eru reyndar fleiri en "nokkur" slæm epli í Hells Angels :) Sjálfur þekki ég töluvert marga, bæði í Hells Angels og Bandidos og hef hingað til ekkert verið að halda með hvorum hóp. Sumir þeirra eru hrottar, aðrir hálf venjulegir, mjög margir eru bara venjulegir mótorhjólamenn sem finnst kúl að vera í samtökum á borð við þessi, aðrir eru beinlínis hardcore criminal og hafa verri hluti á samviskunni en morð, ég er ekki hér til að dæma mann og annan, sjálfur hef ég komist í kast við lögin og er því örugglega ekki best tilþess fallinn að ákveða eitt frekar en annað. Ef stjórnvöld eru með upplýsingar, sem benda til þess að þeir séu að fara gera eitthvað vafasamt, þá hafa stjórnvöld lögin sín megin er er það vel! Hins vegar ef stjórnvöld eru sjálf að ákveða hver er vafasamur án nokkurra sannana, þá finnst mér það full langt gengið. Ég segi bara, íslenskir glæpamenn  hefðu ekkert nema gott af því að þurfa að díla við skipulagða hrotta, rottunum myndi allavega ekki fjölga! :)

Óskar Steinn Gestsson, 5.3.2009 kl. 16:09

12 identicon

Þórhallur. Ég hef búið erlendis í 20 ár og man aldrei eftir góðum fréttum um þennan glæpalýð. Það kemmst enginn inn í þennan klúbb, Hell Angels, nema að vera í einhverskonar undirklúbb fyrst og stunda ólöglega starfssemi á einhvern hátt, t.d. að smygla eiturlyfjum, vera handrukkari og jafnvel koma einhverjum fyrir kattarnef sem er óþægilegur.

Ég man aldrei eftir fréttum um þessa ræfla , öðruvísi en um einhverskonar glæpastarfsemi. T.d gróf sænska lögreglan upp tvö lík á búgarði sem þessi klúbbur á í Svíþjóð, fyrir þrem til fjórum árum, sem voru að sjálfsögðu skíthælar í klúbbnum sem ekki höfðu staðið sig í starfi.  Auðvitað kannaðist enginn neitt við neitt, því þetta eru svo góðir strákar.

Í þessum klúbbum eru engin góð epli og þá meina ég líka hina klúbbanna t.d. Banditos og Orginal Gangsters, en formaður og stofnandi þess klúbbs er alþjóða eftirlýstur glæpamaður sem felur sig í sínu heimaland, Tyrklandi. Þessi klúbbur tekur á móti börnum frá 13-14 ára aldri og þjálfar þau í þjófnaði,

eitulyfjasölu og vændissölu.

Þú hættir ekki í þessum klúbbum nema á einn hátt, saman ber dæmið að ofan.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:23

13 identicon

Þú vilt kannski fá skotbardaga á Íslandi í nafni mannréttinda?

Ef það er hægt að tengja fólk við ákveðna hópa eins og t.d. Hells Angel eða Al-Qaeeda þá á einfaldlega ekki að taka sénsinn.

Geiri (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:34

14 identicon

Þú manst kannski eftir þessum fréttum vegna þess að þú hefur ekki áhuga á þeim?
Hells Angels hafa staðið fyrir góðgerðarsamkomum og söfnunum marg oft. Þú kemst inn í Hells Angels ef þú þekkir menn sem að eru í þínum chapter og ert tilbúinn að keyra mörg þúsund mílur á mótorhjóli með þeim á ári.

Þórhallur Valur Birgisson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 17:54

15 identicon

Góðgerðasamkomur mínusa ekki skotbardaga.

Geiri (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:13

16 identicon

Það eru ekki Hells Angels sem skjóta saklausa borgara, það eru innflytjendurnir.
Hells Angels blanda ekki almennum borgurum í mál sín.

Þórhallur Valur Birgisson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:53

17 identicon

Ég ítreka:

52. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002:

52. gr. Sérákvæði vegna öryggis ríkisins o.fl.
Meina má útlendingi landgöngu og synja um útgáfu dvalarleyfis og búsetuleyfis eða setja takmarkanir eða skilyrði ef nauðsynlegt þykir vegna utanríkisstefnu ríkisins, öryggis ríkisins eða mikilvægra þjóðarhagsmuna.

AE (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kárinn

Höfundur

Kárinn
Kárinn
Hefur það mottó að hugsa út fyrir kassann

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband